Adrenalín á Nesjavöllum
Frá Reykjavík er ekin Nesjavallaleiðin og stoppað aðeins til að njóta fagurrar náttúru á leiðinni.
Þegar á Nesjavelli er komið taka hópeflis sérfræðingarnir í Adrenalíngarðinum við hópnum og farið er í fjölbreyttar og skemmtilegar þrautir til dæmis klifur, risarólu og að standa á 8 metra háum staur.
Í garðinum eru yfir 20 þrautir sem henta vel fyrir hópa. Þrautirnar eru fjölbreyttar og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þrautirnar í garðinum eru meðal annars risarólan, staurinn og háloftabrautin.
Á eftir er hægt að fara í sund á Borg eða á Selfossi og fá sér svo eitthvað gott að borða á einhverjum af mörgum frábærum veitingastöðum í nágrenninu.
