Það var 2. janúar síðastliðinn að við hjá GTS ehf. tókum við akstri á Árborgarstrætó.
Samhliða því hefur ferðum Árborgarstrætó verið fjölgað og nú verður ekið alla daga (sunnudagar bættust við).
Frítt er í strætó fyrir alla aldurshópa og viljum við því hvetja alla til að nýta sér þessa skemmtilegu leið til að ferðast á milli staða innan Árborgar.
Hér má svo sjá tímatöflur fyrir Árborgarstrætó. Vekjum athygli á því að tímasetningar eru ekki alveg þær sömu virka daga og svo um helgar.
https://www.arborg.is/ibuar/samgongur/almenningssamgongur/
Ásamt akstri Árborgarstrætó sjáum við um frístundarútu. Tilvalin leið fyrir krakka sem eru á leið á æfingar eða í tónlistarskólann.
Hvetjum við foreldra að fara með þeim yngstu í fyrstu ferð til að kenna þeim á aðstæður en annars eru bílstjórarnir okkar alltaf liðlegir til að aðstoða krakkana.
Tímatöflu fyrir frístundabílinn má sjá hér: https://www.arborg.is/media/skjol/Leid-1-Fristundahringur-Arborg-timatafla-fra-31.agust-2020.pdf