GTS og Sveitarfélagið Árbog hafa undirritað samning um aukna þjónustu við fatlaða íbúa Árborgar. Með þessum samningi er tekinn í notkun viðbótarbíll sem er sérútbúinn bíll fyrir hjólastóla, af gerðinni Mercedes Bens Sprinter. Þar með eru fjórir bílar frá fyrirtækinu sem sinna ferðaþjónustu fatlaðra og dagdvöl aldrarða í sveitarfélaginu Árborg.

Heiða Ösp Kristjánsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri, Tyrfingur Guðmundsson Framkvæmdastjóri GTS, Helena Herborg Guðmundsdóttir sölu- og markaðsstjóri GTS.