Fréttir

sep 1, 2017

,,Ár skal rísa sá er á yrkjendur fáa og ganga síns verka á vit”

“Ár skal rísa sá er á yrkjendur fáa og ganga síns verka á vit” Á löng­um ferli hef­ur Guðmund­ur Tyrf­ings­son byggt upp öfl­ugt rútu­fyr­ir­tæki á Sel­fossi. Hann seg­ir sam­göngu­bæt­ur góðar fyr­ir rekst­ur­inn en að háir skatt­ar hamli vexti. Hverj­ar eru helstu áskor­an­irn­ar í rekstr­in­um þessi miss­er­in? Það er tvennt sem kem­ur í hug­ann: Ann­ars veg­ar að finna og halda góðu starfs­fólki og hitt að geta boðið sem fjöl­breyti­leg­ast­an bíla­flota. Er stolt­ur af því að vera kom­inn með fyrsta raf­magns-fólks­flutn­inga­bíl­inn sem tek­inn er í notk­un á Íslandi og geng­ur fyr­ir ís­lenskri orku. Hver var síðasti fyr­ir­lest­ur­inn sem þú sótt­ir? Nám­skeið sem ég fór á vegna auk­inna öku­rétt­inda. Það var mjög fróðlegt og skemmti­legt. Hvaða bók og hugsuður hef­ur haft mest áhrif á hvernig þú starfar?
júl 3, 2017

Fyrsta rafmagnsrútan á Íslandi

Myndin er tekin fyrir framan Hörpu, rafmagnsrútan er hægra megin GTS ehf hefur fest kaup á fyrstu rafmagnsrútu landsins og þannig stigið mikilvægt skref í átt að vistvænni framtíð.  Rútan hefur þegar verið tekin í notkun og mun fyrst um sinn aka út frá Reykjavík. Rútan getur ekið 320 km á hverri hleðslu. Hún er svokölluð miðbæjarrúta að sænskri fyrirmynd, með þriggja punkta öryggisbeltum og tekur 32 farþega í sæti. Hún var keypt af Yutong Eurobus í Kína, en Yutong er stærsti rútuframleiðandi heims. Auk þess að vera vistvæn er rútan einnig afar sparneytin og hljóðlát og frábær viðbót við bílaflotann.
jan 27, 2017

Framúrskarandi Fyrirtæki 2016

Það gleður okkur að hafa verið verðlaunuð enn á ný sem framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. Við höfum unnið að áreiðanleika, stöðugleika og persónulegri þjónustu síðan við hófum rekstur og því finnst okkur mjög ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Meginmarkmið okkar er að vita af öryggi viðskiptavina og farþega sem nýta sér okkar þjónustu á ferð um landið. Við höldum ótrauð áfram á þessari braut og leggjum okkur fram við að bæta okkur á öllum sviðum, ásamt því að þróa nýjar leiðir til þess að sækja enn frekar fram í ferðaþjónustu á Íslandi. Af tæplega 35.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 624 skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika. Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á…
feb 15, 2016

Framúrskarandi Fyrirtæki

Það gleður okkur að hafa verið verðlaunuð enn á ný sem framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. Við höfum unnið að áreiðanleika, stöðugleika og persónulegri þjónustu síðan við hófum rekstur og því finnst okkur mjög ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Meginmarkmið okkar er að vita af öryggi viðskiptavina og farþega sem nýta sér okkar þjónustu á ferð um landið. Við höldum ótrauð áfram á þessari braut og leggjum okkur fram við að bæta okkur á öllum sviðum, ásamt því að þróa nýjar leiðir til þess að sækja enn frekar fram í ferðaþjónustu á Íslandi. Af tæplega 35.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 682 skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika. Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á…