Ferðamálastofa hefur sett á laggirnar verkefni sem byggir á erlendri fyrirmynd og ber heitið Hreint og Öruggt.

Er verkefninu ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan hátt á móti viðskiptavinum sínum þannig að þeir upplifi sig örugga um leið og þeir skapa góða minningar.
GTS ehf hefur skráð sig til þátttöku í þessu skemmtilega verkefni.

Í því felst að við fylgjum öllum sóttvarnarreglum í hvívetna og tryggjum á þann hátt að farþegar okkar upplifi sig örugga á ferðalögum með okkur.