Dodge Weapon árgerð 1953 enduruppgerður 5. febrúar 2021

Þann 5. febrúar 1965 fór Dodge Weapon í akstur sem ný uppgerður hópferðabíll. Bíllinn er 1953 árgerð og var í hópferðaakstri hjá Guðmundi Tyrfingssyni á árunum 1964-1975. Bíllinn var svo endurbyggður fyrst árið 2009. Nú er búið að taka hann aftur í gegn, laga hann til og sprauta og fer hann í skoðun í dag nákvæmlega 56 árum eftir að hann var fyrst skráður sem hópferðabíll. Bíllinn er í toppstandi og er tilbúinn í slaginn þegar Covid gengur yfir.