Draugar og álfar

Drauga og álfasetrið

Draugar og álfar
Ferðin byrjar í heimsókn í hið óviðjafnanlega Draugasetur á Stokkseyri.
Draugasetrið er frábær skemmtun en þar býðst gestum að hlusta á 24 rammíslenskar draugasögur á leið sinni í gegnum 1000 m2 völundarhús þar sem margt óvænt og skelfilegt gerist – enda er ekki að ástæðulausu að öllum sé boðið að taka með sér drykk inná safnið til að róa taugarnar. Skoðunarferð um safnið tekur að jafnaði 45 mínútur. Eftir ferðina er tilvalið að ná sér niður með fordrykk á Draugabarnum áður en haldið áfram á velvaldan veitingastað.

Tillaga að annarri afþreyingu

 •  Fordrykkur á Draugabarnum
 •  Kynning á vodkagosi frá Volcanic á Draugabarnum
 •  Heimsókn í Álfa-og norðurljósasafnið
 •  Listagallerí Elvars á Stokkseyri
 •  Ratleikur í Hveragerði

Tillaga að veitingastað

 • Matur frá veisluþjónustu í Draugasalnum
 • Rauða Húsið, Eyrarbakka
 • Fjöruborðið, Stokkseyri
 • Riverside, Selfossi
 • Hótel Örk, Hveragerði
 • Hótel Eldhestar, Ölfusi