Menningarferðir

Menningarferð um Flóann

Menningarferð um Flóann

Heimsókn í Þingborg Ullarvinnsluna, þar sem Þingborgarkonur selja og sýna handavinnu sína, m.a. prjónaðar peysur, sokkar, vettlingar, grifflur og fiðusokkar, þæfðir hattar, tehettur og skrautepli. Hnappar úr beini, póstkort skreytt með ull eða hrosshári og hnappheldur.

Tekið er á móti hópum þegar þess er óskað og þeim sýnd vinnubrögð og minni hópar geta fengið að snerta á ullinni og spreyta sig á vinnubrögðum. Nánari upplýsingar um Ullarvinnsluna í Þingborg

Urriðafoss
Farið að hinum margumtalaða Urriðafossi en það fer hver að verða síðastur að skoða fossinn.

Tré og List
Farið í Tré og List í Forsæti í Flóahreppi, á bökkum Þjórsár. Tré og list er lifandi listasmiðja sem varðveitir sögu hagleiks og uppfinninga. Tré og list kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk. T Nánari upplýsingar um Tré og List.

Sveitabúðin Sóley
Heimsókn í Sveitabúðina Sóley í Tungu. Ábúendur í Tungu hafa komið sér upp lítilli búð að danskri fyrirmynd. Þar má  meðal annars finnafallegar vörur frá Danmörku og snyrtivörur. Nánari upplýsingar og myndir.

Vinnustofur
Heimsókn í Svartaklett, Vinnustofa Elfars á Stokkseyri eða í Vinnustofu hjá  Sjöfn Har á Stokkseyri.