Skólaferðir

Skólaferðir

Guðmundur Tyrfingsson ehf. býður upp á rútur með öryggisbeltum í öllum sætum og þar af eru yfir þúsund sæti með þriggja punkta beltum. Í áraraðir höfum við sérhæft okkur í ferðaskipulagninu fyrir skólahópa hvert á land sem er.

Hér má sjá tillögur að afþreyingu og gistingu fyrir skólahópa

Gisting

 • Á Stokkseyri eru tveir salir til útleigu meðal annars fyrir svefnpokagistingu. Þar er stór verönd og góð aðstaða fyrir grill. Við hliðina á sjoppa, sem býður upp á mjög hagstæð tilboð fyrir skólahópa. Sturtuaðstaða er í húsinu. Gestir verð að koma með eigin dýnur og svefnpoka.

Afþreying

 • Álfa- og norðurljósasafnið
  Upplifðu ævintýri í heimkynum álfa og huldufólks undir hinum dulúðlegu norðurljósum.
 • Draugasetrið
  Þar býðst gestum að ganga í gegnum 1.000 m2 völundarhús og hlusta á 24 rammíslenskar draugasögur um leið og þeir ganga í gegnum ámóta umhverfi og sögurnar gerðust í og upplifa draugaganginn. Frábær skemmtun í alla staði.
 • Leikjaþrautabraut í Hveragerði
  Hóparnir þurfa að leysa þrautir sem reyna á sjón, hugsun og færni.
  Ratleikurinn samanstendur af 10 stöðvum í Hveragerði með um 15 þrautum og leikjum sem hópurinn þarf að leysa í sameiningu.
 • Aparólan í Hveragerði
  Aparólan er svifbraut sem er strengd yfir fossinn í Hveragerði, brautin er tæpir 90 metrar og fólk nær góðum hraða í brautinni.

Mögulegt er að bæta aparólunni við ratleikinní Hveragerði eða bara fara í aparóluna. Ýmislegt annað er í boði í Hveragerði s.s. í heimsókn í listasafn Árnesinga. Þá r einnig kjörið að skella sér í sund eða fara í gönguferð í Reykjdal.

 • Kayak Stokkseyri
  Róið er inn í þröngar rásir fenjasvæðisins en svæðið sjálft býður upp á skemmtilega stemmningu og þar getur reynt á samhæfni. Skerjagarðurinn er emð fallegum lónum en þar eru meðal annars heimkyni sela og fugla ásamt því að þar er mjög fjölbreytt lífríki. Lögð er áhersla á að þátttakendur haldi sig nærri landi með leiðsögumanni en siglt er á einum að öruggstu kajökum sem völ er á.
 • Rafting á Hvítá á Suðurlandi
  Eru með  vinsælustu flúðasiglingar landsins frá bækistöðvum  Drumboddsstöðum eða “Drumbó”. Siglingin sjálf er 7 kílómetra leið í gegnum falleg gljúfur og margar mismunandi flúðir. Flúðasiglingarnar á Hvítá henta öllum og vegna þess hversu nálægt Gullna hringnum áin er hefur hún orðið geysivinsæll áfangastaður. Siglingin sjálf byrjar við Veiðistaðinn og liðast niður fljótið í gegnum flottar öldur og miðlungs stórar holur. Siglt er meðfram stuðlabergi og sérstæðum bergmyndunum og í Brúarhlöðum er tekið stutt hlé þar sem hver sem vill getur stokkið fram af kletti ofan í ána. Þessi sigling er skemmtileg og fjölbreytt og hentar fyrir alla sem eru í ævintýraleit!