Gæðastefna
Það er markmið Guðmundar Tyrfingssonar ehf. að bjóða viðskiptavinum upp á nýja og góða bíla og veita fyrsta flokks þjónustu. Fyrirtækið mun leggja allt kapp á að viðhalda stöðu sinni sem leiðandi fyrirtæki í gæðamálum og ávallt leita leiða til að auka og bæta þjónustu við viðskiptavini sína.
Stefnu þessari fylgjum við með eftirfarandi stefnumiðum:
• Við munum aðlaga okkur að aðstæðum viðskiptavina okkar eins og þær eru hverju sinni og leita allra leiða til að uppfylla óskir okkar viðskiptavina.
• Leggjum áherslu á að geta boðið bíla í hæsta gæðaflokki sem þekkist hverju sinni.
• Bifreiðar eru færðar til skoðunar í upphafi hvers árs og viðhaldið með reglulegu þjónustueftirliti.
• Allar athugasemdir frá viðskiptavinum er varða þjónustu eða gæði verða færðar til bókar auk þess sem þær verða teknar tafarlaust til skoðunar.
• Árlega er haldið námskeið í gæðamálum þar sem farið er ítarlega yfir alla þá þætti sem tengjast gæðamálum.
• Árlega er gæðahandbók bifreiðastjóra yfirfarinn, og uppfærð ef þurfa þykir, og skal hún höfð í öllum bifreiðum. Í gæðahandbók mun koma fram nákvæmlega hvernig starfsmönnum beri að bera sig að við störf sín, allt frá því að lagt er af stað í ferð uns heim er komið. Þar skulu einnig koma fram stefnur félagsins sem vinna skal eftir sem og aðrar þær upplýsinga er þörf þykir hverju sinni.
Við vinnum í samræmi við Umhverfis- öryggis- og gæðastjórnunar- kerfi Beluga.