Árið 2021 tókum við hjá GTS ehf. þátt í Hreint & Öruggt verkefninu á vegum Ferðamálastofu. Þátttaka í verkefninu er loforð til viðskiptavina okkar um að þrifum og sóttvörnum sé sinnt af samviskusemi og að öllum reglum yfirvalda sé fylgt eftir.
Að vera hluti af Hreint & Öruggt verkefninu árið 2021 gekk vel og nú hefur Ferðamálastofa ákveðið að halda verkefninu áfram út árið 2022.
Við hjá GTS munum að sjálfsögðu taka þátt í verkefninu á komandi ári þar sem við viljum áfram skuldbinda okkur til þess að tryggja öryggi viðskiptavini okkar þegar þeir eru að ferðast með okkur.