Í tæpa 2 áratugi höfum við verið í samstarfi við þýskan aðila sem sérhæfir sig í Mercedes Benz. Hafa þeir hjálpað okkur við að finna bíla sem hennta því sem við leitumst eftir og flytja þá til okkar.
Nú í sumar hjálpuðu þeir okkur við að flytja inn fjóra sérútbúna Mercedes Benz Sprinter hjólastólabíla.
Þrír þessara bíla fóru beint í akstur fyrir ferðaþjónustu fatlaðra á vegum Árborgar.
Sá fjórði fór hins vegar beint í einkaeigu Tryggva Ingólfssonar frá Hvolsvelli. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá Finn Tryggvason taka á móti lyklunum af bílnum úr höndum Bjarna Más Magnússonar starfsmanns GTS ehf.