Matarupplifun í Árnessýslu

Matarupplifun í Árnessýslu

Efstidalur / Friðheimar / Farmers Bistro

Innifalið:

> Græn og góð rúta frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf.
Innifalið eru 8 klst. 
> Heimsókn í Efstadal.
Hægt verður að kaupa sér ís í íshlöðu Efstadals (ekki innifalið í verði), ásamt því að líta á dýralífið sem á sér stað á býlinu, þar á meðal kýrnar í fjósinu.
> Heimsókn í Gróðurhús Friðheima.
Gróðurhúsaheimsókn með kynningu um séreinkenni íslenskrar ylræktar og tómatasmakk.
> Kvöldverður á Farmers Bistro – Flúðir.
Grænmetisvefja fyllt með sveppum og íslensku grænmeti, ferskum kryddjurtum, rjómaosti og kotasælu. Borið fram með salati og jarðarbera vinaigrette dressingu.

Aðrir valmöguleikar:

> Fontana Spa á Laugarvatni.
Einstök heilsulind, þar sem orka jarðhitans dekrar við þig í laugunum, gufunum og á ylströndinni.
> Hveraganga í Hveragerði
Göngutúr undir leiðsögn þar sem gengið er um fallegar slóðir í útjaðri bæjarins og sýndir t.d. Hverina sem komu upp í jarðskjálftanum 2008. Einnig boðið upp á í ferðinni hverasoðin egg og hverbakað brauð með osti.
> Aparóla í Hveragerði.
Aparólan er svifbraut sem er strengd yfir fossinn í Hveragerði. Brautin er tæpir 80 metrar og nær fólk góðum hraða. Miðast við 1-2 ferðir á mann.