Draugar og leikir
Leikjaþrautabraut í Hveragerði / Draugasetrið á Stokkseyri.
Innifalið:
> Græn og góð rúta frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf.
Innifalið eru 6 klst.
> Leikjaþrautabraut í Hveragerði.
Þrautabrautin er sett upp á afmörkuðu svæði í Hveragerði og samanstendur af meira en 10 þrautum, sem hver hópur þarf að leysa og fá stig fyrir. Hverjum hóp er skipt í lið og munu lið keppa innbyrðis og safna stigum í hverri þraut. Leikurinn hentar öllum getustigum og aldursstigum.
> Aðgangur að Draugasetrinu á Stokkseyri.
Um 800m² völundarhús þar sem gestir hlusta á draugasögur um leið og þau ganga áfram og kynnast þeim sem ganga aftur.

Aðrir valmöguleikar:
> Kvöldverður á Tryggvaskála.
Tveggja rétta seðill að hætti hússins.
> Kvöldverður á Rauða Húsinu.
Fiskiþrenna dagsins – tvær tegundir ásamt humarhala.
> Aparóla í Hveragerði.
Aparólan er svifbraut sem er strengd yfir fossinn í Hveragerði.
Brautin er tæpir 80 metrar og nær fólk góðum hraða. Miðast við 1-2 ferðir á mann.
