Ferðir um Ísland síðan 1969
Njóttu ferðarinnar með þínum hóp í rútu frá okkur!
Það er markmið okkar hjá GTS að bjóða upp á góða og „framúrskarandi“ þjónustu á öllum sviðum starfseminnar, frá öllu okkar starfsfólki.
Fyrirtækið leggur áherslu á að halda stöðu sinni sem viðurkennt, virt og leiðandi fyrirtæki á öllum sviðum gæðamála sem tengjast starfsemi okkar. Við leitum alltaf nýrra leiða til að bæta enn frekar þá frábæru þjónustu sem við nú þegar veitum.
Markmið GTS er að sýna fram á að rafvæðing sé raunhæfur kostur fyrir hópferðafyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið stefnir að því að vera leiðandi í orkuskiptum á Íslandi í hópferðastarfsemi. GTS leggur áherslu á græna orku, að draga úr mengun og umhverfisvænan rekstur.
Íslensk stjórnvöld hafa í fimm ár veitt verðlaunin „Framúrskarandi fyrirtæki“ fyrir fyrirtæki sem sýna hæstu kröfur sem völ er á. Af öllum íslenskum fyrirtækjum sem sækja um slíka stöðu öðlast aðeins 1% íslenskra fyrirtækja viðurkenninguna. Á hverju þessara 5 ára hefur Guðmundur Tyrfingsson hf. hlotið þessi verðlaun.
Fréttir
Hreint og öruggt
Ferðamálastofa hefur sett á laggirnar verkefni sem byggir á erlendri fyrirmynd og ber heitið Hreint og Öruggt. Er verkefninu ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan hátt á móti viðskiptavinum sínum þannig að þeir upplifi sig örugga um leið og þeir skapa...
Hópferðabíll með hjólastólaaðgengi
Síðastliðið haust bættum við í flotann okkar 51 sæta Yutong rútu sem bíður upp á hjólastólaaðgengi. Ásamt því að geta tekið farþega í 51 sæti þá er bíllinn útbúinn hjólastólalyftu. Með þessari viðbót getum við þjónustað enn stærri hóp fólks. Hópar sem innihalda fólk...
Innflutningur á Benz Sprinter hjólastólabíl
Í tæpa 2 áratugi höfum við verið í samstarfi við þýskan aðila sem sérhæfir sig í Mercedes Benz. Hafa þeir hjálpað okkur við að finna bíla sem hennta því sem við leitumst eftir og flytja þá til okkar. Nú í sumar hjálpuðu þeir okkur við að flytja inn fjóra sérútbúna...