Sjálfbærni

Ferðir um Ísland síðan 1969

Við hjá GTS Ltd erum mjög meðvituð um mikilvægi þess að vernda viðkvæmu náttúruna okkar eins vel og mögulegt er. Við erum með metnaðarfulla sjálfbærnistefnu sem við erum stöðugt að vinna að.

Við stefnum að því að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu í nýjustu og öruggustu vögnum sem til eru á markaðnum. Að lágmarka umhverfisáhrif og hámarka umferðaröryggi er okkar leiðarljós í daglegum rekstri fyrirtækisins, sem og í langtíma stefnumótun.

GTS er stoltur eigandi fyrstu rafmagnsvagna Íslands sem stuðlar að vistvænni framtíð ferðalaga. Um er að ræða 49+1 lúxusvagna með 422 kW. Drægni er 350-400 km á hleðslu. Áætlaður akstur á ári er 60.000 til 100.000 km og því er töluverður sparnaður í CO2. Þessi vagn er 100% rafknúinn, svo þetta er mjög spennandi umhverfisvænn kostur. Þá hefur félagið staðfest kaup á nokkrum minni rafbílum, frá 20-35 farþegum, sem verða afhentir á næstu mánuðum.

Markmið GTS er að sýna fram á að rafvæðing sé raunhæfur kostur fyrir hópferðafyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið stefnir að því að vera leiðandi í orkuskiptum á Íslandi í hópferðastarfsemi. GTS leggur áherslu á græna orku, að draga úr mengun og umhverfisvænan rekstur.