Sjálfbærni

Ferðir um Ísland síðan 1969

GTS er meðvitað um mikilvægi þess að halda áhrifum starfsemi sinnar í algeru lágmarki þegar það kemur að viðkvæmni íslenskrar náttúru. GTS hefur því metnaðarfullar áætlanir um sjálfbærni til að ná þeim markmiðum.

Markmið fyrirtækisins er á hverjum tíma að bjóða framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini sína, með því að nota nýjustu hópferðabifreiðar sem til eru á markaði og til að hámarka umferðaröryggi, öryggi farþega og veita sem þægilegastan ferðamáta.  Samhliða þessu eru lágmarks umhverfisáhrif fyrirtækisins á láði og legi, úr lofti og ásamt náttúru Íslands, hluti af daglegri og langtíma stefnumótun GTS; fyrir bifreiðar, verkstæði og skrifstofu okkar.

Rútubifreiðar GTS

Núverandi rútufloti okkar er allt frá smárútum sem rúma 8 til 19 manns í sæti ásamt stærri hópbifreiðum sem taka 20 til 67 manns í sæti. Af þessum smárútum sem enn nota jarðefnaeldsneyti uppfylla vélar þess ströngustu Evrópustaðla. EURO-6 er nýjasti staðallinn, þar sem eftirfarandi er leyfileg losun dísilolíu:

 EURO 6 = 14 x GTS rútubifreiðar (0.5g CO/km; 0.17g HC+NOx/km; 0.08g NOx/km; 0.005g PM/km)

 EURO 5 = 13 x GTS rútubifreiðar (0.5g CO/km; 0.23g HC+NOx/km; 0.18g NOx/km; 0.005g PM/km)

 EURO 4 = 2 x GTS rútubifreiðar (0.5g CO/km; 0.3g HC+NOx/km; 0.25g NOx/km; 0.025g PM/km)

 EURO 3 = 3 x GTS rútubifreiðar (0.64g CO/km; 0.56g HC+NOx/km; 0.5gNOx/km; 0.5g PM/km)

 EURO 2 = 1 x GTS rútubifreið (1g CO/km; 0.7g HC+NOx/km; 0.08g PM/km)

 Nýjasti og mikilvægasti þáttur í þróun GTS er að færa rútuflota sinn smá saman yfir í raforku. Árið 2017 flutti GTS inn fyrstu rafknúnu rútuna til landsins og hefur hún síðan verið í farsælli langtímaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Sú rúta getur ekið um 320 km á hleðslu og tekur 32 farþega í sæti.

Stefna GTS er að verða leiðandi í þessari “orkubyltingu” á Íslandi með því að efla nýtingu sjálfbærrar orku og veita umhverfisvænan rekstur sem sýnir fram á hagkvæmni hennar.

Ísland er einstaklega vel í stakk búið til að skipta yfir í rafknúnar vegasamgöngur, en nær öll núverandi raforkuframleiðsla á Íslandi (um 99%) er úr vatnsorku (um 80%) og jarðvarma (um 20%), sem bæði eru sjálfbærir orkugjafar.

GTS er stoltur eigandi fyrstu 100% rafmagnsrútu landsins (kom til okkar árið 2023), sem gerir sókn fyrirtækisins í átt að fullum vistvænum og rafknúnum ferðum kleift að þróast. Rafmagnsrútan er 49+1 farþega lúxusvagn með 422 kW rafhlöðu. Drægni rútubifreiðarinnar er 350-400 km. Áætlaður akstur á ári er 60.000 til 100.000 km, þannig að töluverð minnkun verður í losun koltvísýrings (um það bil 40.000 kg eða 40 tonn til 67.000 kg eða 67 tonn af CO2 á ári fyrir þessa einu rútu). Ásamt þessu hefur GTS einnig staðfest kaup á nokkrum minni rafbílum, frá 20-35 farþega rútum, en þær verða afhentar á næstu mánuðum 2024.

Til að styðja við þessa umbreytingu í raforku, er GTS um þessar mundir að setja upp stóra rafhleðslustöð við höfuðstöðvar sínar á Selfossi. Þessi aðstaða verður bæði fyrir hleðslu rútuflota fyrirtækisins, auk þess að vera í boði fyrir almenna notkun. Þar verða hleðslustöðvar fyrir allar stærðir ökutækja með hleðslugetu frá 90kw upp í 600kw. Þetta verður öflugasta hleðslustöð á Íslandi með heildarafköst upp á 1.440kw. Áætlað er að hleðslustöðin komist í notkun árið 2024. Frekari hleðslustöðvar á öðrum mikilvægum ferðamannastöðum um Ísland eru í bígerð og viðræður þess efnis standa yfir. Það mun vonandi einn daginn verða til þess að allar ferðir á vegum GTS verði að öllu rafknúnar.

Auk almennra hópferðabifreiða GTS sem eru að verða rafknúnar, hefur GTS nú einnig fest kaup á þriðju rafknúnu rútunni. Sú rúta mun þjónustu almennum samgöngum milli Selfoss > Eyrarbakka > Stokkseyri > Selfoss allt að 360 daga/ári. Þetta mun leiða af sér minnkun á losun CO2 mengunar upp á 87.000 kg (87 tonn) á ári.

 

Verkstæði GTS

Allri notaðri olíu og vélvökva er safnað saman í sérstakan úrgangstank sem rúmar um 7.000 lítra. Tvisvar á ári kemur sérstakur söfnunarbíll og tæmir tankinn til meðhöndlunar og öruggrar förgunar.

Öll notuð dekk eru fjarlægð með sérstakri söfnun. Sum dekk er hægt að endurslípa/endurframleiða og þannig lágmarkað sóun með endurnotkun. Önnur dekk fá framhaldslíf með því að tæta þau og pressa í gúmmísteina fyrir alls kyns tilgang; til dæmis fyrir mjúkt yfirborð á leiksvæðum fyrir börn.  Önnur notuð efni eru loftpúðar, en reynt er að endurnýta þá á einhvern hátt, eða gamla gúmmíið er sent til endurvinnslu ásamt notuðum hjólbörðum.

Öllum málmum úr hópferðabifreiðum/hlutum er safnað í sérstakan gám. Sérhæft brotamálmsfyrirtæki fer með það til flokkunar og selur til útlanda til endurvinnslu.

 

Skrifstofa GTS

Hugmyndafræði okkar og drifkraftur er varðar sjálfbærni heldur áfram.

Næstum öll raflýsing á skrifstofum okkar notast við lágorku LED perur, sem sparar mikið rafmagn. Bráðlega verður þetta 100% af öllu skrifstofurými (og bílskúrum).  Öll húshitun notast við heitt vatn frá jarðvarmavirkjun.

Þrátt fyrir að mikið af samskiptum okkar við viðskiptavini sé nú á netinu á rafrænnu formi, er enn til staðar, í litlu magni, nauðsynleg skjöl á pappír.  Stefnan á skrifstofunni  er ávallt sú að prenta sem minnst (GTS fylgir ráðleggingum frá www.laufid.is). Þó alltaf sé leitast við lágmarks útprentun pappírs, þá allur pappír, eftir notkun, settur í pappírsendurvinnslu til söfnunar hjá endurvinnsluaðilum.

Umhverfisvæn hreinsiefni eru alltaf keypt fyrir uppþvott, skrifstofugólf og salerni/þvottaherbergi. Við erum nú að leita að því að finna viðeigandi vistvænar efni fyrir allan þvott, en hafa ber í  huga, að sumir hlutir og fatnaður getur verið mjög skítugur og því óumflýjanlegt að nota einnig önnur efni samhliða þeim vistvænu.

Allur pappír og plast er flokkað og sent í endurvinnslu.  Auk þess eru flokkunarílát til staðar fyrir pappír, plast og málma á skrifstofunni. Þegar bifreiðar koma til baka eftir ferð, er GTS með að skyld ílát þar sem drykkjardósir (málmur og plast) ásamt pappír og pappi er flokkað í til söfnunar hjá endurvinnsluaðilum. Einnig, meðan á för stendur með hópa eru bílstjórar okkar hvattir til að flokka rusl í lok hvers dags og geyma þá hluti sem eru endurvinnanlegir, svo hægt er að endurvinna þegar komið er á áfangastað.