Síðastliðið haust bættum við í flotann okkar 51 sæta Yutong rútu sem bíður upp á hjólastólaaðgengi. Ásamt því að geta tekið farþega í 51 sæti þá er bíllinn útbúinn hjólastólalyftu.
Með þessari viðbót getum við þjónustað enn stærri hóp fólks. Hópar sem innihalda fólk sem bundið er í hjólastól getur nú ferðast saman í stað þess að þurfa að bóka tvo bíla fyrir hópinn sinn.
Þetta er frábær leið fyrir alla að ferðast saman um landið okkar og njóta þess sem það hefur uppá að bjóða. Fyrir tilboð og fyrirspurning þá viljum við endilega að þið sendið okkur póst á gts@gts.is