Skilmálar
1. Gjaldflokkur skal miðast við raunstærð bifreiðar, en ekki farþegafjölda. Er þá átt við að farangur rúmist í farangursrými bifreiðar. Ef nota þarf kerru er gjaldið fyrir hana 4.000 kr. á dag.
2. Á stórhátíðardögum reiknast sérstakt álag, stórhátíðardagar eru nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní, aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur
3. Þegar ekið er utan hefðbundins þjóðvegakerfis, á hálendisvegum sem skilgreindir eru F vegir, ásamt Kjalvegi og Kaldadal, reiknast sérstakt viðbótargjald á alla ferðina. Sama á við ef óskað er eftir 4×4 bifreið í ferð.
4. Leigutaki skal sjá bílstjóra fyrir fæði og gistingu á meðan ferð stendur, honum að kostnaðarlausu.
5. Í ferðum þar sem ekki er boðið upp á fullt fæði (morgunverður, hádegisverður og kvöldverður) skal greiða bílstjórum fyrir ½ fæði. Sé bílstjóra ekki séð fyrir fæði skal greiða honum samkvæmt samningum bifreiðastjóra dagpeninga samkvæmt Ferðakostnaðarnefnd ríkisins, 7.000
6. Bílstjórum skal séð fyrir gistingu í eins manns herbergi með uppbúnu rúmi. Ef um gistingu í skála, tjaldi eða svefnpoka er að ræða þarf að greiða bílstjóranum 12.000 per nótt.
7. 11% vsk er innifalinn í ofangreindum verðum.
Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Guðmundur Tyrfingsson ehf áskilur sé rétt til leiðréttinga ef villur eru í útreikningum eða framsetningu. Öll verð og tilboð eru reiknuð miðuð við gildandi verðlag og eru háð breytingum á gengi gjaldmiðla og öðrum verð- og skattabreytingum sem ekki eru á valdi Guðmundar Tyrfingssonar ehf.