Umhverfisstefna
Umhverfisstefna Guðmundar Tyrfingssonar ehf. er meðvitað um mikilvægi þess að íslensk náttúra haldist eins tær og óspillt og mögulegt er. Það er því stefna okkar að bjóða upp á góða þjónustu, nýjustu og öruggustu bíla sem völ er á og sjá til þess að umhverfis- og öryggismál séu höfð að leiðarljósi í allri okkar starfsemi. Við ætlum okkur að vera í fararbroddi í þessum málum og leitast eftir samstarfi við þá aðila sem láta sig þennan málaflokk varða og hafa mótað sér skýra stefnu í þessum málum.
Stefnu þessari fylgjum við eftir með eftirfarandi stefnumiðum:
• Starfsmenn eru meðvitaðir og fræddir um umhverfisstefnu fyrirtækisins og umhverfismál almennt.
• Árlega höldum við námskeið þar sem farið er yfir alla þá umhverfisþætti sem lúta að okkar starfsemi.
• Allt kapp er lagt á að bjóða upp á nýjustu og umhverfisvænustu hópferðabíla sem völ er á. Í dag uppfylla nær allir okkar bílar EURO III staðalinn sem er mengunarstaðall sem gildir fyrir Evrópu. Nýjustu bílarnir uppfylla Euro IV og V sem er enn kröfuharðari.
• Flestir hópferðabílar okkar hafa vatnskyndingu (olíumiðstöð) sem gerir það að verkum að hægt er að hita bílvélina upp í allt að 80° áður en vélin er ræst. Þessi búnaður gerir það verkun að bílvélin fer heit í gang sem þýðir mun minni mengun. Kyndingin er samtengd ofnakerfi bifreiðanna þannig að hægt er að halda farþegarými heitu án þess að bílvélin gangi. Við leggjum ríka áherslu á að kynding þessi sé notuð til að halda lausagangi í lágmarki.
• Við kappkostum að draga úr myndun úrgangs eins mikið og mögulegt er en jafnframt að flokka og endurnýta alla þá hluti sem við höfum möguleika á.
• Á árlegu umhverfisnámskeiði okkar er bæði farið bóklega og verklega yfir Grænan akstur með bifreiðastjórunum. Það er mjög mikilvægt að lágmarka mengun og eyðslu bifreiða með réttu aksturslagi.
• Við kappkostum að hafa snyrtimennsku í fyrirrúmi og vera öðrum til fyrirmyndar. Áhersla er lögð á að hafa bifreiðar í góðu lagi, hreinar og snyrtilegar sem og að olíu og síuskipti séu á réttum tíma til að takmarka óhreinindi í útblæstri sem mest.
• Öll úrgangsolía er sett í tank sem er niðurgrafinn við verkstæði okkar. Tankur þessi er tæmdur reglulega og olían úr honum nýtt eins og unnt er hverju sinni. Allt kapp er lagt á að engin spillefni fari í niðurföll en ef að slys yrði þá erum við með þrjár olíugildrur við niðurföll á verkstæði okkar sem og í aðstöðuplani.
• Við leggjum áherslu á að nota umhverfisvænar vörur. Við leitumst við að kaupa vörur og þjónustu af þeim aðilum sem hafa markað sér skýra og helst vottaða stefnu í þessum málaflokki.
Umhverfismál eru mál okkar allra, aldrei er nóg að gert og of margt í okkar samfélagi skaðar náttúruna og þar með okkur. Þessi mál eru í stanslausri skoðun hjá okkur enda er það skylda okkar að vera meðvituð og opin fyrir öllum leiðum til að draga úr mengun. Við fylgjumst því grannt með þróun umhverfismála og erum vakandi yfir þessum málaflokki.
Markmið
• Umhverfisstefna verður uppfærð og endurskoðuð. (árlegt markmið)
• Við munum halda árlegt námskeið í umhverfis-, öryggis- og gæðastjórnunarmálum þar sem meðal annars er tekið á vistakstri og skyndihjálp. (árlegt markmið)
• Gæðahandbók bifreiðastjóra verður endurskoðuð en hún er í öllum bifreiðum fyrirtækisins þar sem m.a. koma fram stefnur félagsins í umhverfis-, öryggis- og gæðamálum. (árlegt markmið)
• Fara sérstaklega yfir mikilvægi þess að olíumiðstöðvar séu rétt notaðar til að takmarka lausagang og draga úr útblæstri.
• Lögð verður áhersla á að nota áfram eingöngu umhverfisvænar hreinsivörur og umhverfisvæna trefjaklúta í öllum bifreiðum fyrirtækisins og einnig á öllum starfstöðvum fyrirtækisins m.a. verkstæði og skrifstofu.
• Kaupa að minnsta kosti þrjár nýjar rútur með Euro V vélum sem er strangasti mengunarstaðall í Evrópu í dag.