Brit af admin at júl 3, 2017 Myndin er tekin fyrir framan Hörpu, rafmagnsrútan er hægra megin GTS ehf hefur fest kaup á fyrstu rafmagnsrútu landsins og þannig stigið mikilvægt skref í átt að vistvænni framtíð. Rútan hefur þegar verið tekin í notkun og mun fyrst um sinn aka út frá Reykjavík. Rútan getur ekið 320 km á hverri hleðslu. Hún er svokölluð miðbæjarrúta að sænskri fyrirmynd, með þriggja punkta öryggisbeltum og tekur 32 farþega í sæti. Hún var keypt af Yutong Eurobus í Kína, en Yutong er stærsti rútuframleiðandi heims. Auk þess að vera vistvæn er rútan einnig afar sparneytin og hljóðlát og frábær viðbót við bílaflotann.